Afgreiðsla pantana 
 
Viðskiptavinir att.is geta pantað vörur allan sólarhringinn beint af vefslóðinni www.att.is. Eins er hægt að panta í síma 569 0700 eða koma í verslun okkar alla virka daga milli 10:00 – 18:00.
 
Hægt er að greiða með peningum, póstkröfu, netgíró, öllum gerðum debet/kredit korta og staðgreiðslulánum Borgunar.
 
Greiðslur með kortum á netinu fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar
 
Eftir að staðfesting er komin um að varan sé til á lager og greiðsla farið fram er afgreiðslumáti eftirfarandi: 
 • Varan sótt í verslun okkar að Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogi
Varan send með Íslandspósti á þitt pósthús
Varan send með Íslandspósti heim til þín (þar sem Íslandspóstur býður upp á heimkeyrslu)
Varan send með sendibíl (á aðeins við höfuðborgarsvæðið og ef verð vörunnar er yfir kr 5.000,-)
 
Í flestum tilfellum er afgreiðslutími pantana innan eins sólahrings en getur tekið nokkra daga. Afgreiðslutími sérpantana er frá nokkrum dögum til nokkra vikna.
 
Kaupandi fær að vita um stöðu pantana sem pantað er af netinu með tölvupósti.